Eigum við ekki að byrja á réttum enda??

Ég verð að seigja það fyrir mitt leyti að auðvitað á að afnema banka leynd! EN á ekki líka að vera meira flæði upplýsinga frá okkar blessuðu þingmönnum og stjórnmálamönnum? Ég man ekki betur en að þingmenn stjórnar flokkana séu búnir að vera verjast frétta sinnt og heilagt upp á síðkastið og í endalausum útúrsnúningum!

Í rauninni sama hvaða flokk maður tilheyrir eða kís þá má alltaf líta á það sem að ríkisstjórn sé sameiginlegur flokkur þjóðarinnar. Já nú hugsa ýmsir hvaða bull er þetta, en ef við hugsum ríkisstjórnina sem okkar sameiginlega flokk og við neyðumst til að vera í honum, þá er það einu sinni þannig að ef við erum innan einhvers flokks viljum við fá að vita hvað stjórnendur flokksins ætla sér fyrir og hvað þeir eru að gera! 

Að mínu mati er engum almeininnilega hægt að treysta í núverandi ríkisstjórn að því leiti að, stjórnarmenn "flokksins okkar" verjast frétta og koma engum skíringum til "flokksmanna" og loforð um "kraftmikla og drífandi" ríkisstjórn sem léti verkin tala eru fallin um sjálft sig!

Þegar "kóngurinn" (Dabbi) er farin að haga sér eins og alvöru bankastjórnarmaður og jafnvel ríkisstjórnarmaður, sem heldur leyndum málum sem er nauðsynlegt að þjóðin fái að vita, hvað þá? Eru þá ekki allar brýr brotnar? Spillingin er þvílíka að það er ekki nokkrum manni bjóðandi!

Ég veit að það verður ekki auðvelt að fá fólk í þessar stöður til að hreinsa upp skítinn sem á undan er gengin. En verðum við ekki að fara að finna fólk sem hefur dug og kraft í að rífa þjóðfélagið upp úr þessu svaði og spillingu! Það þarf að fá fólk úr öllum áttum með ólíkar skoðanir, gamla reynslubolta og ung og fersk andlit sem geta sameinað krafta sína í einni góðri þjóðstjórn! Þetta er eina góða lausnin sem ég sé í stöðunni  bæði fyrir þjóðina og flokkana áður en verður gengið að hvoru tveggja dauðu! Svo mikil er sundrungin innan flokka sem og ríkisstjórnar!


mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband