Mótmælum nú á friðsamlegri hátt!!

Ég hef nú í sjálfu sér ekkert á móti mótmælum sem slíkum en, það á ekki að bitna á okkar annars ágætu lögreglu þegar við mótmælum!

Það sem mér fannst af því að horfa á fréttirnar í gær þá voru þetta illa uppaldir krakkar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, ekki einu sinni lögreglunni.

Vill hvetja alla til að missa ekki gjörsamlega stjórn á sér og fara eftir lögum og reglum, mæta frekar á skipulagða fundi og vera þar til friðs.

Lögreglan á eftir að hafa nóg annað að gera við að aðstoða marga nú þegar jólin nálgast. Þekkt er að eldsvoðar og árekstrar aukast oft yfir hátíðirnar, svo hlífum þeim við óþarfa veseni og jafnvel hættu!


mbl.is Átök við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

100% sammála þér þar.  Lögreglan okkar á heiður skilin fyrir árverkni sína og hugrekki.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 9.12.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Veit ekki með uppeldið en mikið er ég sammála þessu. Við eigum stóru mótmælin eftir þ.e. næst þegar verður kosið. Verði ekki búið að standa við eitthvað af því sem sagt hefur verið síðustu daga um rannsóknir og hvítþvott þá getum við mótmælt í kjörklefanum. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 9.12.2008 kl. 10:13

3 identicon

Fascism, Read all about it.

Já, á meðan að ríkið er að setja okkur á hausinn, eins gott að vera stillt og góð fyrir jólin.

-Strída

Stríða (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:14

4 identicon

Guð blessi Ísland ef þið, sem níðið skóinn af þessu unga fólki sem nennir, væruð okkar eina von.

er (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:16

5 identicon

Ef engin mótmælir þá verða engar breytingar, er það það sem þú vilt? saklaus mótmæli þar sem menn standa í ræðupúlti með misgóðar ræður er að líða undir lok hér, að vera á austurvelli er eins og að vera á 1.mai verkalíðsfundi, komin tími til að gera eitthvað annað, þá er þetta ekkert svo vitlaust, varla eru þau að valda miklum skaða, með löggimann og BB taka harkalega á þeim þá færist meiri harka í þetta, það segir sig sjálft.

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:18

6 identicon

Nei auðvitað má ekki andmæla alræði íhaldsins

Ef þetta hefði skéð í örðu landi væri búiða að skjóta einhvern

grettir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:19

7 identicon

Þetta er of langt gengið og það vita mótmælendurnir, eða hvers vegna hylja þeir andlit sitt?

Alli (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:24

8 identicon

Já endilega, hlífum lögreglunni við óþarfa veseni og leyfum ríkisstjórninni að starfa áfram óáreyttri. Þetta er svipað sniðugt og að segja "æi, hlífum yfirvöldum við öllu þessu lýðræðisveseni og hættum bara að kjósa almennt, leyfum þeim bara að ráða þessu". Ef lögreglan á svona afskaplega bágt við að halda aftur af mótmælendum, þá getur hún endurtekið leikinn við Seðlabankann, mikið var það til fyrirmyndar. Og svo er það ekki almenningur sem er að missa stjórn á sér heldur ráðamenn sem hafa gjörsamlega misst sig og gleymt tilgangi sínum: Að þjóna fólkinu. Eigum við svo bara að sitja hjá stillt og prúð og bíða eftir því að þeir sjái að sér? Ég held ekki.

Ein ung og illa upp alin (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:26

9 identicon

Talandi um uppeldi þá held ég að þessir krakkar (það eru fullorðnir á meðal þeirra) séu allir aldir upp með ríka réttlætistilfinningu.

Betra væri að sem flestir væri þannig í stað þess að vera gagnslausir bloggarar heima í stofu.

Þórarinn. Varðandi Hvítþvotinn þá er þegar búið að þvo hendur einnar manneskju í einu stærsta spillingarmálnu. Það dæmi eitt og sér væri nóg í öðrum löndum til að blóðug mótmæli ættu sér stað.

Það vita ALLIR hvernig Hvítþvottarbókinn mun hreinsa nafn allra hina seku.

Niðurstaðann verður Æjj sorry smá mistök en ekkert saknæmt !

Glæpamannaþjóðfélag sem nokkrir réttsýnir krakkar vilja lagfæra.

Skammist ykkar.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:29

10 identicon

Ég hvet ykkur góðborgara íslands að hætta að setja stöðugt upp einhvern hneykslissvip og kynna ykkur t.d. hvernig mótmæli fara fram í öðrum löndum, auðvitað sýður uppúr hjá einhverjum, hvað með það ? hættið þessu röfli yfir smáatriðum, það er eins og menn séu að reyna að finna einhverja ástæðu til að geta réttlætt þann aumingjaskap að mæta ekki á mótmæli, þ.e. ef maður er á móti einhverju.

Stöndum svo öll upp og mótmælum, það er ekki ofbeldi að öskra á alþingi, það er ekki ofbeldi að öskra á ráðamenn !

Atli (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:30

11 identicon

Já einmitt.

Ekki mótmæla þannig að það sé ónæði af því, verið bara til friðs.

Friðsamleg mótmæli hafa verið stunduð hér vikum saman. Lofthausarnir á Alþingi hafa ákveðið að virða þau að vettugi.

Þetta er borgaraleg óhlýðni. Næsta skref á eftir friðsamlegum mótmælum. Enginn er að beita ofbeldi ennþá.

Verði borgaraleg óhlýðni virt að vettugi eða kæfð niður verðu næsta skref uppþot, smávægileg og fámenn í byrjun, en munu fara stækkandi. Verkföllum mun verða beitt, og í kjölfarið uppreisn.

Ykkur þarf ekkert að líka við það, þetta eru bara meðulin sem fólk hefur.

Skoðið lönd sem svipað er ástatt í, gerið ykkur grein fyrir að við höfum verið arðrænd á hátt sem engin fordæmi eru fyrir í okkar heimshluta. Vaknið, þetta er ekkert grín.

Bogi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:31

12 identicon

Skammist ykkar og hungstist heim til ykkar,þetta er allt saman rumpulíður Vinstri Græna,þeir halda víst að þeir komist að til valda með þessum hætti,verða að beita svona aðferðum til að reyna fá fylgi það er aumt að þurfa haga sér eins og skepnur og vita svo ekkert hvernig á að stjórna,og hafa ekkert framm að færa nema bara stjórnina burt burt.

greta (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:37

13 identicon

Stríða,

Það er móðgun við alla þá Evrópubúa sem hafa þurft að lifa í því helvíti sem er fasismi (Þjóðverjar, Ítalir og Spánverjar) að þú skulir reyna að líkja núverandi stjórnarformi hér á landi við fasisma. Það að lögreglan vinni starf sitt og stöðvi óeirðir er ekki fasismi heldur er lögreglan með þessu að vernda stoðir samfélagsins með því að koma í veg uppþot. Í Fasísku samfélagi hefði ykkur aldrei tekist að mótmæla svona tvo daga í röð, þeir sem mótmæltu í gær hefðu einfaldlega verið látnir hverfa, annað hvort í fangabúðir eða sex fet ofan í jörðina. Í gær voru hinsvegar aðeins örfáir handteknir og þeim öllum sleppt samdægur, í dag var einn handtekiinn og eflaust verður honum sleppt strax eftir skýrslutöku.

Íslenskir vandræða unglingar vita ekkert um fasisma, kommúnisma eða önnur alræðisstjórnkerfi, í Sóvíetríkjunum beið fólk tímum saman í röðum eftir brauði og var sent í gúlag ef það mótmælti, í þriðja ríki Hitlers sá leynilögregla um að handtaka alla þá sem voru grunaðir um mótspyrnu og voru þeir annaðhvort sendir í fanga/útrýmingarbúðir eða bara einfaldlega skotnir á staðnum, svipaðar sögur er að segja frá Ítalíu og Spáni. 

Þeir sem halda í alvörunni að fasismi ættu að kynna sér málið fyrst áður en þeir gera lítið úr þolraunum þeirra sem hafa þurft að lifa við fasisma í raunveruleikanum.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:00

14 identicon

Lögreglumenn sem vilja ekki verða fyrir þessu undir þessum kringumstæðum hafa alltaf það val að hætta í lögreglunni.

Það er ekki til of mikils ætlast að þessi vonlausa ríkisstjórn hlusti aðeins, þó ekki nema væri pínkupons, af og til.

Þegar lýðræðið sjálft klikkar, þá er ekkert eftir nema ofbeldi. Þetta lagast ekki fyrr en ríkisstjórnin fer aðeins að hlusta. Það er búið að reyna að mótmæla friðsamlega, það er búið að heimta kosningar fyrir árið 2011.

Í alvöru, við hverju býst fólk? Hvers vegna ætti fólk að vera til friðs? Það hefur aldrei gert neitt helvítis gagn að reyna að díla við þessa ríkisstjórn friðsamlega. Hættið að blekkja ykkur, það þarf ofbeldi til að breyta hlutunum á Íslandi, eins ljótt og það er að segja það.

Ríkisstjórnin getur breytt því hvenær sem henni sýnist.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:36

15 identicon

Hafsteinn, lögreglan er með sína útsendara óeinkennisklædda við það að taka myndir af og skrá niður mótmælendur mér finnst það nógur fasismi til að hafa orð á því og góð ástæða fyrir fólk að hylja andlit sín.

Helgi, gæti ekki verið meira sammála, þegar allt um þrýtur þá er þetta eina leiðin sem eftir er en "sjálfstæðis" fólk er með upphrópanir og hræðsluáróður til að reyna koma kastljósinu frá sjálfu sér og sök sinni.

Sigurður H (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband