Samfylkingin byrjuð í kosningabaráttunni!!

Í dag vorum við í mesta sakleysi okkar í skólanum, þegar þar komu inn samfylkingar menn sem reyndu að tala við okkur. Þeir komust fljótlega að þeirri raun að þeim var ekki mjög vel tekið. Þeir fengu húsvörðinn til að fara með sig niður í kirkjuna hérna á Hólum til að fá að biðja, eða sú ályktun var dregin þegar sást á eftir þeim þangað.

Annars finnst mér þetta skír skilaboð um að mikil ólga er innan ríkisstjórnarinnar og við eigum eftir að sjá kosningar von bráðar. Þegar ríkisstjórnar flokkur er farin að undirbúa sig með slíkum hætti er eitthvað undir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Heill og sæll,

Þeir samfylkingarmenn sem heimsóttu ykkur í dag starfa fyrir unga jafnaðarmenn, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og voru þeir að kynna Neytendaherferð Ungra jafnaðarmanna. Ef þú hefur áhuga getur þú lesið þér frekar til um hana hér:

http://neytumrett.politik.is/

Ég bendi þá sérstaklega á þennan hluta síðunnar:

http://neytumrett.politik.is/um-herferdina/

Þessi herferð hefur verið í gangi í allt haust og er núna búið að heimsækja vel flesta menntaskóla á höfðborgarsvæðinu. Þessa vikuna eru þeir að ferðast um landið og heimsækja mennta- og háskóla þar sem þeir eru velkomnir.

En það er leiðinlegt að heyra að stúdentar í Háskólanum á Hólum höfðu ekki meiri áhuga á að kynna sér upplýsingar um skynsama, siðræna og umhverfisvæna neyslu heldur en raun ber vitni og vona ég að þeir hafi fengið hlýlegri móttökur annarsstaðar. Það hefur nefnilega sjaldan verið eins mikilvægt að íslenskir neytendur séu meðvitaðir um neyslu sína.

Ég hvet þig þó til þess að  kynna þér heimasíðuna okkar og vona ég að þú hafir af því bæði gagn og gaman.

En þessi skólaheimsókn, sem er hluti að löngu planaðri landsbyggðarferð þessara manna, tengist því á engan hátt kosningabaráttu sem þú vilt meina að Samfylkingin sé komin í.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson,

Útgáfustjóri Ungra jafnaðarmanna

Þórir Hrafn Gunnarsson, 26.11.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Já reyndu bara að útskýra þetta Þórir! UJ úti á landi. Það er nú eitthvað skrýtið. Greinilega mikið í gangi...

Stefán Bogi Sveinsson, 26.11.2008 kl. 16:59

3 identicon

Vinkona mín lenti á kynningu á "Hugsa fyrst, kaupa svo". Hún var ekki hrifinn því hún taldi verið að ginna menn á Sf. fund undir hálf fölsum forsendum. Fundurinn var kynntur sem áhugaverður neytendafundur fyrir alla en reyndist síðan mest hallelújah samkoma fyrir Samfylkinguna. Hún fór ekki hrifin heim.

Zunderman (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:08

4 identicon

Samfylkingarmenn, ásamt sjálfsstæðisflokknum komu í þorpið mitt fyrir skemmstu, komu siglandi á þjóðarskútunni. Þeir riðu um með kyndla og eldfæri. Skildu eftir sviðna jörð, verða eflaust ekki boðnir velkomnir hér um slóðir næst þegar þeir koma  siglandi undir fölsku flaggi jafnaðarstefnunnar.

Þorkell B (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband