20% niðurfelling skulda! Kynnið ykkur málið áður en þið tjáið ykkur um það!!

Jæja góðu blogg félagar allt of langt er síðan ég bloggaði vegna anna! En nú var ég að koma heim af fundi með okkar frábæru frambjóðendum í NV kjördæmi og langaði mig að benda fólki á að kynna sér tillögur að 20% niðurfellingu skulda vel. Ég get ekki séð annað en að þetta komi okkur til góða og finnst að fólk eigi að taka góðum tillögum opnum örmum og kynna sér þær í staðin fyrir að byrja strax að gagnrýni áður en það hefur kynnt sér málin!

Hérna er tillagan frá okkur framsóknar mönnum um 20% en allur pakkinn er í heild inn á framsokn.is

 

 AÐGERÐIR TIL BJARGAR SKULDSETTUM HEIMILUM
OG FYRIRTÆKJUM
20% niðurfelling skulda (með hugsanlegu hámarki á heildarupphæð)
HEIMILI
Jafnræði skuldara
Öll húsnæðislán verða færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs miðað við þá afskrift sem
varð eða verður á lánasöfnum við flutninginn frá gömlu bönkunum til nýju bankanna
(e.t.v. 50%). Íbúðalánasjóður veitir svo flata 20% skuldaniðurfellingu vegna allra
húsnæðislána. Þetta er gert til að tryggja jafnræði milli þeirra sem voru með húsnæðislán
hjá bönkunum og hjá Íbúðalánasjóði. Í þessu skyni eru húsnæðislán bankanna afskrifuð
meira en ella hefði verið við flutning frá gömlu bönkunum í þá nýju. Til mótvægis eru lán
til fyrirtækja afskrifuð um hlutfallslega lægri upphæð en tilefni var til og bönkunum bætt
það með stuðningi ríkisins við fyrirtæki í vanda (sjá kafla um aukningu peningamagns í
umferð).
Þetta felur ekki í sér útgjöld fyrir ríkið þar eð með þessu er verið að gera upp tap erlendra
kröfuhafa í bankana. Hins vegar gæti ríkið þurft að kaupa fasteignalán með afslætti af
lífeyrissjóðum og sparisjóðum til að setja inn í Íbúðalánasjóð fyrir skuldaniðurfellinguna
(til að tryggja jafnræði viðkomandi lántakenda). Raunar voru sparisjóðir í samstarfi við
Íbúðalánasjóð og sumir sparisjóðanna hafa þegar selt Íbúðalánasjóði lánin. Kostnaðurinn
við það næmi innan við 10% af því sem til stendur að verja í endurfjármögnun bankanna.
Með því yrði staða sparisjóða og lífeyrissjóða auk þess styrkt.
Skoða mætti að endurgreiða þeim sem greiddu upp lán eftir 30. september 2008 20% af
upphæðinni á tilteknu tímabili (óveruleg upphæð miðað við heildina) til að gæta
jafnræðis allra sem skulduðu húsnæðislán við upphaf bankahrunsins.
Fjármagn losað í annað á meðan niðursveiflan er mest
Hlutfallslega hærri hluti niðurfellingarinnar kæmi til á næstu mánuðum til að ýta enn
frekar undir flæði fjármagns í hagkerfin og gefa fólki aukið svigrúm til að greiða af
öðrum lánum. Íbúðalánasjóður mundi því greiða bönkunum fyrir lánin með því að
afhenda þeim helming bréfanna strax og helming seinna.
Æskilegt væri að Íbúðalánasjóður gefi út löng bréf til bankanna sem samsvarar
greiðsluflæði lánanna og þessi bréf séu afhent nýju bönkunum og þeir geta selt þessi bréf
eða átt þau. Kjósi þeir að halda bréfunuum geta þeir lagt þau inn í Seðlabankanum og
fengið réðufé gegn veði í bréfunum.
Þetta gæfi Íbúðalánasjóði færi á að gefa út uppgreiðanleg skuldabréf og minnka þannig
uppgreiðsluáhættu sjóðsins.
Álitamál
Það gæti þótt gagnrýni vert að þeir sem tóku óhóflega há lán skuli með þessari aðferð fá
umtalsvert meiri niðurfellingu en þeir sem tóku lægri lán. Sá sem tók 10 milljón króna lán
í erlendri mynt en skuldar nú 20 milljónir fengi þannig 4 milljón kr. niðurfellingu en sá
sem tók 100 milljón króna lán sem nú stendur í 200 milljónum fengi 40 milljón króna
niðurfellingu. Þar ber þó að hafa í huga að sá síðarnefndi skuldar eftir sem áður 160
milljónir sem gæti verið töluvert meira en viðkomandi getur borgað. Sé hugsunin sú að
skuldaniðurfærslan sé réttlætt á þeim forsendum að lántakendur hafi mátt þola ófyrirséða
atburði sem hafi breytt þeim forsendum sem þeir gengu útfrá við lántökuna (t.a.m.
gengishrun eða 20% verðbólgu án þess að tekjur fylgdu verðlegsþróun) er eðlilegt að þeir
sem skulda mikið fái hlutfallslega sömu niðurfærslu og þeir sem skulda lítið. Þeir sem
skulda verðtryggð lán eru því álíka vel staddir og þeir hefðu verið ef hinir ófyrirséðu
atburðir hefðu ekki orðið en þeir sem skulda gengistryggð lán fá einnig niðurfellingu og
eiga von um að gengið styrkist frekar í framtíðinni. Skuldlausir eru vel settir eftir sem
áður og er forðað frá afleiðingum þess að fjöldagjaldþrot felli verðmæti eigna þeirra.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Veistu að nánast öll mín fjölskylda var um langt árabil framsóknarmenn uns flestum eða öllum varð ljóst fyrir um margt löngu síðan að framsókn var orðin tímaskekkja og enda hefur tíminn leitt það í ljós. Ég get alveg lofað þér Því að ef þetta væri lógiskt að einhverju leiti að fella niður skuldir fólks (heimila) og fyrirtækja væri búið að því. Hefði verið gert fyrir hrun jafnvel eða strax á eftir. Nú þegar sjálfstæðisflokkurinn, með dyggri aðstoð framsóknar hafa komið fólkinu í landinu á kaldan klakann, með hroka, valdaníðslu og sofandahætti, fæst af þessu pakki vann vinnuna sína, er víst að fylgjendahrun þessara flokka verður mikið (og þarf að verða það) og verði svo, verður það gæfa þessa örsnauða lands sem við nú byggjum. Fyrir mig og fleiri eru síðustu 18 ár eins og skelfilegar náttúruhamfarir sem enduðu á einn hrikalegasta hátt í sögu lands og þjóðar. Og enn eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að tala um útrásarvíkinga, auðjöfra o.s.frv. sem eru þó ekkert annað en hreinræktaðir föðurlandssvikarar. Nóg um það. núna er allt að róast yfir landinu og ég líka. Sofðu rótt kúturinn minn og Guð vaki yfir þér og öllum framsóknarmönnum og Guðmundi bróður líka.

Siggi Þórarins (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband