Miðvikudagur á Hólum

Jæja þá er þessi dagur að kvöldi komin, þetta var svona ósköp venjulegur dagur núna. Ég byrjaði á því að fara í reiðtíma kl 9 og svo var lærdóms eyða fram að hádeigi, sem fór að sjálfsögðu öll í lærdóm. Svo var komið að bóklegu tímunum sem eru eftir hádeigi, þá var það kynbótafræði og fóðurfræði. Svo fór maður heim um fimm leitið og lagðist upp í sófa yfir leiknum. Já og til hamingju Íslendingar fótboltaliðið okkar getur þá þrátt fyrir allt unnið leiki. Nei svo ég sleppi nú öllum leiðindum þá var þetta flott hjá þeim með smá guðs lukku. Svo var að sjálfsögðu ekkert að gera annað en að smala liðinu hérna saman í fótbolta eins og flest önnur kvöld, hér er hlaupin af sér bjórinn í fótbolta á virkum dögum til að geta innbyrgt meira um helgar. Þetta er ágætis forvarnar gildi því allir eru svo búnir eftir bolta að það hefur eingin orku í að lofta baukum! En jæja rétt að koma sér í bólið og vera mættur kl 07:30 upp í hesthús.

 

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband