Þjóðstjórn strax!

Nú held ég að það sé komin tími á að slíta stjórnarsamstarfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir vinna hver á móti öðrum að ég held og hvorugur flokkurinn vill láta undan. Þeir segja við okkur að það sé lausn í sjónmáli í hverri viku, en ekkert gerist. Nú hlýtur þjóðin að fara vilja sjá einhverja stefnu, sem er byggð á einhverjum stoðum í raunveruleikanum. Þessi stjórn (stjórn leysa) er ekki á nokkur hátt hæf til að standa að slíkum aðgerðum sem efnahagsmálin eru. Ég er sammála Ögmundi á sinn hátt í þessu máli, ríkisstjórnin talar ekki við kóng né prest og valla sín á milli.

Nú er að koma sér niður á þjóðstjórn sem talar saman og getur tekið ákvarðanir með sem flestra hagsmuni að leiðarljósi. Þetta leysist ekki hjá ríkisstjórn sem gat ekki einu sinni séð í hvað stefndi, þrátt fyrir margar ábendingar.  Það gat hver sem vildi séð að efnahagsmálin áttu bara eftir að fara niður á við, nema þeir sem voru svo uppteknir við að telja gróðann frá árinu 1997 og héldu að þeir væru ósigrandi.

Nú verðum við að krefjast þess að það fari eitthvað að gerast til bóta. Ætli það væri ekki sniðugt að biðja þessa drengi sem sömdu sig upp í launum og gerðu sig ríka á einni nóttu með hlutabréfum að semja um lán fyrir okkur, þar að segja ef þeir fara ekki huldu höfði með skottið á milli lappana og liggja í felum. Það voru nú einmitt þeir sem að komu þessu af stað en eingin vill bera ábyrgð. 

En svona ef ég á að seigja fyrir mitt leiti myndi ég vilja sjá Þjóðstjórn og það strax.


mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Helsta ástæða þess að mynda þjóðstjórn væri að sjá til þess að allir séu að axla ábyrgð. Í núverandi ástandi þarf enga stjórnarandstöðu til þess að sjá um gagnrýni, fjölmiðlar geta valdið því starfi.

Þetta ástand varðar alla Íslendinga og því eiga öll okkar atkvæði að vinna að lausn vandans.

Björn Leví Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ríkistjórnin er rúin öllu trausti, alla vega Sjálfstæðisflokkurinn.

 Formaður Samfylkingarinnar er oftast stikk frí í útlöndum.

Sigurður Þórðarson, 20.10.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband