Sannleikurinn er sagna bestur!

Ég horfði á Kastljósið í kvöld og svo var ég að lesa yfir samtalið aftur núna. Ég verð að seigja að Árni var undirgefin sem lamb! Getur verið að hann hafi vitað upp á sig sökina á röngu upplýsingunum til ráðamanna Breta?

Þetta samtal er eins og þegar foreldri er að fá upp úr barni sínu hvað það hafi verið að gera af sér og lætur það svo heyra það á eftir. Óöryggi Árna skín í gegnum allt samtalið, eins og feimin unglingsdrengur sé að tala við stúlku sem hann hrífst af, en hún vill ekkert með hann hafa!

Ég held að ríkisstjórnin þurfi að ráða mann til samskipta, með bein í nefinu og er með allt á hreinu um málefnin sem ræða á um við aðrar þjóðir. Þegar menn vísa bara í bréf sem skrifuð voru fyrir þá og þeir gleymdu að lesa vel eru notuð til tilvitnana kemur óöryggi fljótlega í ljós.

Ef ráðherrarnir hafa verið jafn óöruggir og aumkunarverðir, skil ég vel að svo kallaðar vina þjóðir hafi ekki treyst því að lána landinu peninga!

Ráðherrarnir verða að vera betur undirbúnir undir svona samtöl! Ekki væri líka verra fyrir þá að hafa kynt sér stöðu mála betur áður en þeir glopruðu út úr sér loforðum sem ekki eiga við rök að styðjast!

 


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vita skaltu vinur minn,

að fyrir ofan himininn

er einn sem ofar öllu er 

sá sem gaf þér ljósið. 

 Bubbi.

Keli (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband