Snjór!!

Nú held ég að við verðum lokuð hérna á Hólum fram á vor. Það hefur snjóað hér mikið síðustu daga, þeir hafa verið viðburðaríkir dagarnir hér upp á síðkastið. Útaf akstrar hafa verið daglegt brauð og kagginn hans Þorkels fer sem betur fer ekki lönd né strönd lengur. Þorkell og hans aksturshæfileikar eiga ekki vel við snjóinn hér í Skagafirðinum. Ég er búin að vera í gjöfum þessa vikuna og mikið fjör var að koma sér upp í hesthús hérna í morgun, óðum snjó upp í mitti svo mikill var snjórinn.

En já er búin að vera frekar latur að blogga í gær og í dag, en það er allt til bóta eftir helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það lítur sem sagt út fyrir að ég verði að senda

Mummamamma (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:32

2 identicon

Salómon fékk sér göngutúr á lyklaborðinu, ,,,,,,,,en það lítur sem sagt út fyrir að ég verði að senda þér væna flís af feitum sauð í Hjaltadalinn fyrir jólin.

Þú sagðir að snjórinn næði þér í mitti, það er nú bísna langt þangað. Snjórinn í Hnappadalnum núna er rétt uppfyrir reiðskó og í kvið á Salómon.

Mummamamma. (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:39

3 identicon

Sniff, sniff....

Ég finn blóðlykt.

Saklaus blogg-síða virðist vera að breytast í vígvöll, þar sem persónu- og ærumeiðingar eru daglegt brauð.

Þorkell B (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:14

4 identicon

Á hvítu líni þú liggur hrein

Keli (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband