24.11.2008 | 22:50
Össur var fulltrúi mótmælenda á sviðinu!
Ég gat ekki betur séð en að Össur væri á sama máli og fólkið í salnum, alla veganna klappaði hann í laumi. Tókuð þið eftir hvernig hann færði sig aftar og úr sjónsviði samráðherra sinna?
Annað sem mig langar að vita! Ingibjörg sagði að engin hefði umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar!!!??? Ég hélt að kosningar væru til að kjósa okkur fólk til að tala fyrir hönd þjóðarinnar! Ráðherrar okkar hljóta að vera komnir með umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar þegar þeir eru kosnir til þess! Þeir alla veganna stjórna eigum þjóðarinnar og fjármálum! Hún fer á erlenda grundu og á væntanlega að tala fyrir hönd þjóðarinnar! Veit ég það vel að það að það vilja ekki allir hafa sama utanríkisráðherrann, en þegar meiri hlutinn hefur kosið þá er sá kjörni væntanlega komin með umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar!
Þorgerður viðurkenndi að hún hafi haft rangt fyrir sér og var sú eina sem gerði það! En tók ég eftir því að Geir var ekki alveg á því að hún ætti að viðurkenna þetta né að biðjast afsökunar, sem ég er nú svo sem ekkert að dæma um að hún þurfi að gera.
En annar held ég að svona fundir séu gagnlegir fyrir stjórnvöld og þau eiga hrós skilið fyrir að hafa mætt og gefið kost á að spyrja!
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Margeir Skúlason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorgerður Katrín og Össur koms best út að mínu mati. Virkilega flott að sjá Össur halla sér aftur og klappa :)
Húmoristaflokkurinn, 24.11.2008 kl. 23:01
Sigrún. Hún hefur bara altaf verið handónýt. Í kosningabaráttu sagði mér Össur hvort ég vil ekki bara kjósa það flokk. Minn svar var nei. Kerlinguni vegna. En hefði gert það ef hún væri ekki.
Rétt hjá þér. Þau eiga hross skilið í að mætta í þessum tíma. En sama mér margt var ósvarað á fundinu.
Andrés.si, 24.11.2008 kl. 23:09
Ríkisstjórn hverju sinni er talar ekki fyrir hönd ALLRAR þjóðarinnar, aðeins MEIRIHLUTA hennar. Á þessu er grundvallarmunur. Ingibjörg hafði einfaldlega rétt fyrir sér. Það verður að viðurkennast - jafnvel þótt við séum alla jafna ekki á hennar bandi.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.