21.1.2009 | 11:00
Hvað ætlar stjórnin að vinna lengi í óþökk þjóðarinnar??
Nú held ég að það sé alveg hægt að seigja að mótmælendur sem mæta á mótmæli á virkum deigi hljóti að vera að tala fyrir þjóðina. Ég vil samt ekki meina að þeir sem valda skemmdum séu ekki alfarið að tala fyrir þjóðina. En þegar hátt í þrjúþúsund mans mæta á vinnudeigi hlýtur að vera orðin stór hópur þjóðarinnar sem er sammála. Ef ríkisstjórnin vill ekki verða valdur að stórslösuðu fólki eftir átök við lögreglu og jafnvel slösuðum lögreglumönnum þá eiga þeir að seigja af sér og það strax. Fólk vill fá kosningar, það er það eina sem fólk vill núna! Ég held að það myndi koma í veg fyrir slys og óþarfa átök hjá mótmælendum og lögreglu. Það er sorglegt að sjá að fólk þurfi að skemma og jafnvel slasast til að menn geri eitthvað. Lögreglan er bara að sinna skyldu sinni sem getur verið hættuleg og alfarið á ábirgð ríkisstjórnarinnar. Ég get alveg svarið fyrir það að þessir annars góðu lögreglumenn séu margi á sama máli og mótmælendur og vildu helst vera með í því að mótmæla! Þeir sprauta ekki gasi og lemja ekki fólk nema til að verja sig og það sem þeir eru beðnir um, þetta er þeirra vinna þó þeim langi eflaust ekkert til þess að vinna við þetta núna. En á meðan þessi ríkisstjórn er við völd þá er ekki aðra vinnu að fá því aðgerðarleysi þeirra er algjört! Ekkert heyrist um aðgerðir þeirra núna nema að þeir þurfi vinnu frið til að geta haldið áfram að hjakka í sínu gamla fasta fari.
Obama framsóknar maðurinn góði boðaði breytingar og er strax byrjaður að framkvæma þær á fyrsta deigi. Ríkisstjórnin er búin að hafa tíma frá síðustu kosningum og með seðlabankastjóra innan sinna raða sem "vissi meira en þjóðin,, en samt sem áður gerðu þeir engar ráðstafanir.
En ég gæti skrifað hér í allan dag um vanhæfi, aðgerðarleysi og ástæður fyrir því að ríkisstjórnin ætti að seigja af sér, en nú er komin tími til að gera eitthvað annað og hjakka ekki í sama farinu eins og ríkisstjórnin núverandi.
Þjóðin vill kosningar og þá getur við farið að tala saman án mótmæla!!
Óslóartréð borið á bálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Margeir Skúlason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
300.000 vs 3000 = 1% Þetta er minna en fylgi Ástþórs Magnússonar. Er hann þá ekki jafnmikið að tala fyrir þjóðina. Skríllinn á Austurvelli talar ekki fyrir mig. (ekki Ástþór heldur)
Hvernig væri að boða til allsherjarverkfalls í t.d. 2 klukkutíma og sjá hversu víðtæk þátttakan yrði. Ef hún yrði almenn væri hægt að tala um vilja þjóðarinnar. Það yrðu sterk skilaboð til valdamanna um að fólkið vildi breytingar og það strax. Skrílslæti grímuklæddra villimanna stefna eingöngu á stórslys þar sem saklausir verða helstu fórnarlömbin.
Lögreglan er aðeins að gera skyldu sína þó einstaka vitleysingur leynist innan hennar eins og allstaðar.
Hugsið, ekki gana áfram með bundið fyrir bæði augun.
stærðfræði (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:22
Skoðana kannanir sína vanhæfi ríkisstjórnarinnar!
Atvinnuleysi eykst dag frá deigi!
Fólk farið að fara úr vinnu í þessu ástandi til að mótmæla eru skýr skilaboð!
120.000 manns búa á landsbyggðinni og komast kannski ekki á virkum dögum á mótmæli!
Það eru fjölmenn mótmæli á Akureyri!
Fólk er orðið langþreytt á því að vera sagt að gefa ríkisstjórninni frið til að halda áfram á sínum væra blundi!
Sama hvað hver seigir þá er meiri hluti þjóðarinnar orðið brjálað á þessu!
En ég tek nú alvega undir það í bloggi mínu að lögreglan fær að líða fyrir þetta ástand, sem hún ætti ekki að þurfa. En það slæðast alltaf með fólk sem skemmir eyðileggur og slasar í öllum hópum sama hvort það eru mótmælendur eða lögregla!
Guðmundur Margeir Skúlason, 21.1.2009 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.