Mótmælum nú á friðsamlegri hátt!!

Ég hef nú í sjálfu sér ekkert á móti mótmælum sem slíkum en, það á ekki að bitna á okkar annars ágætu lögreglu þegar við mótmælum!

Það sem mér fannst af því að horfa á fréttirnar í gær þá voru þetta illa uppaldir krakkar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, ekki einu sinni lögreglunni.

Vill hvetja alla til að missa ekki gjörsamlega stjórn á sér og fara eftir lögum og reglum, mæta frekar á skipulagða fundi og vera þar til friðs.

Lögreglan á eftir að hafa nóg annað að gera við að aðstoða marga nú þegar jólin nálgast. Þekkt er að eldsvoðar og árekstrar aukast oft yfir hátíðirnar, svo hlífum þeim við óþarfa veseni og jafnvel hættu!


mbl.is Átök við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins að dreyfa fræðsluefni.

Þannig er málum háttað að hér á Hólum er mjög mikið af skilaverkefnum sem skila þarf í hverjum mánuði. Þessa vikuna voru ein fjögur slík að mig minnir og þar á meðal eitt hópverkefni. Við vorum þrír saman í þessu verkefni og langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi heldur en venja er með slík verkefni. Við áttum að skila verkefni sem fjallaði á einhvern hátt um sögu hestsins eða eitthvað sem tengdist hestum. Við vorum með rúman tíma til að hugsa okkur um hvað skildi gera að umfjöllunarefni, en allt kom fyrir ekki við ákváðum þetta að sjálfsögðu seinni part dags daginn fyrir skiladag. Niðurstaðan varð sú að við gerðum verkefni um sögu ásetunnar. Þetta varð að gerast á stuttum tíma en umfram allt ætluðum við að hafa þetta öðruvísi. Við hófum myndatökur um kaffileitið á sunnudag og vorum eina þrjá tíma að taka upp efni, sem við áttum í miklum erfiðleikum með vegna gamansemi okkar. En allt hafðist þetta á endanum og þá var farið heim að klippa til og gera þetta þannig að við gætum skilað því með "sóma"!

Hérna er semsagt slóðin að þessari síðu og ráðlegg ég öllum sem hafa á einhvern hátt tengingu við hestamennsku og jafnvel öðrum sem vilja að kíkja á þetta fróðlega fræðslu myndband að kíkja á það.  Hafið hljóðið frekar hátt stillt til að það njóti sín í botn.

Höfundar verkefnis: Mummi, Þorkell og Daníel S

Njótið vel!:)

 http://www.youtube.com/watch?v=jJRdhnqgGcI


Maður kemur í mannsstað!

Maður kemur í mannsstað en það tel ég þó nauðsynlegt að við fáum Guðna til að ráðleggja okkur og fræða. Nauðsynlegt er að fá ráðleggingar frá svo miklum reynsluboltum í stjórnmálum til aðstoðar.

Annars vil ég þakka Guðna fyrir frábær störf og vona að gott samstarf verði milli hans og okkar innan SUF.


mbl.is SUF ályktar um Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóngurinn á ekki að þurfa að mæta á fundi!

Það á aldrei að halda fundi nema Davíð boði sjálfur til þeirra! Kóngurinn vill að fundir séu haldnir þar og þegar sem hann vill!!

Ætli Davíð hafi nokkuð verið búin að ræða við  þá sjálfstæðismenn sem eiga að mæta á fundin, hann þarf náttúrlega að vera búin að seigja þeim um hvað þeir mega spyrja, og hverju þeir mega svara!


Samfylkingin byrjuð í kosningabaráttunni!!

Í dag vorum við í mesta sakleysi okkar í skólanum, þegar þar komu inn samfylkingar menn sem reyndu að tala við okkur. Þeir komust fljótlega að þeirri raun að þeim var ekki mjög vel tekið. Þeir fengu húsvörðinn til að fara með sig niður í kirkjuna hérna á Hólum til að fá að biðja, eða sú ályktun var dregin þegar sást á eftir þeim þangað.

Annars finnst mér þetta skír skilaboð um að mikil ólga er innan ríkisstjórnarinnar og við eigum eftir að sjá kosningar von bráðar. Þegar ríkisstjórnar flokkur er farin að undirbúa sig með slíkum hætti er eitthvað undir!


Veitti eitthvað af smá öli?

Ég held að það hafi nú ekkert veitt af smá öli til að hafa kjark í að lána þessari ríkisstjórn svo háa peningaupphæð!

En ætli þetta matar boð hafi farið á visa rað? Vonum að afgreiðsla lánsins verði gengin í gegn fyrir gjalddaga vísa!!!


mbl.is Sakaður um að hafa verið ölvaður í boði hjá Ingibjörgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur var fulltrúi mótmælenda á sviðinu!

Ég gat ekki betur séð en að Össur væri á sama máli og fólkið í salnum, alla veganna klappaði hann í laumi. Tókuð þið eftir hvernig hann færði sig aftar og úr sjónsviði samráðherra sinna?

Annað sem mig langar að vita! Ingibjörg sagði að engin hefði umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar!!!??? Ég hélt að kosningar væru til að kjósa okkur fólk til að tala fyrir hönd þjóðarinnar!  Ráðherrar okkar hljóta að vera komnir með umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar þegar þeir eru kosnir til þess! Þeir alla veganna stjórna eigum þjóðarinnar og fjármálum! Hún fer á erlenda grundu og á væntanlega að tala fyrir hönd þjóðarinnar! Veit ég það vel að það að það vilja ekki allir hafa sama utanríkisráðherrann, en þegar meiri hlutinn hefur kosið þá er sá kjörni væntanlega komin með umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar!

Þorgerður viðurkenndi að hún hafi haft rangt fyrir sér og var sú eina sem gerði það! En tók ég eftir því að Geir var ekki alveg á því að hún ætti að viðurkenna þetta né að biðjast afsökunar, sem ég er nú svo sem ekkert að dæma um að hún þurfi að gera.

En annar held ég að svona fundir séu gagnlegir fyrir stjórnvöld og þau eiga hrós skilið fyrir að hafa mætt og gefið kost á að spyrja!


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarstörfum gegna ekki þeir sem slysi valda!!

Þeyr sem slysi valda í flestum fyrirtækjum að þessari stærðargráðu eru yfirleitt látnir fara eða sjá að sér og seigja af sér! En Geir H. Haarde er sennilega búin að telja sér trú um að hann sé einskonar superman stjórnmálana sem telur sig ósigrandi, en á sennilega eftir að detta og meiða sig líkt og hetjan súarna.

Ekki er ég að segja það að það sem gerðist fyrir blessaðan leikarann hafi verið vegna hlutverk síns, en ef þessi atburðarrás hefði náð inn á hvíta tjaldið tel ég að þetta verði þráður sögu ríkisstjórnarinnar.

Það er engin ósigrandi í þessum heimi og allir geta gert mistök. Það er svo annað mál hvort menn telji sig vera bæði ósigrandi og að þeir geri aldrei mistök. En þeir menn sem ég tel að fólk sé farið að horfa aðeins meira í núna, séu þeir menn sem viðurkenna mistök sín og taki afleiðingum þeirra.  Fólk er hætt að slefa á eftir þeim sem aldrei telja sig gera mistök!

Geir sýndu nú sóma þinn í því að viðurkenna að þú gerðir mistök, og ert enn að með því að þumbast áfram. Þegar menn valda slysum af aðgerðar leysi er betra að þeir stígi til hliðar og skammist sín í stað þess að reyna að skríða upp flughála brekkuna án þess að leitast eftir hjálp!

Ég er ekki viss um að Geir myndi treysta manni til að geyma peninga sína sem hefði rænt hann daginn áður!!!

Eigum við að treysta manni til að stíra björgunaraðgerðum á okkur sem ákvað að hefja ekki björgun fyrr en líf okkar allra var komið í stór hættu!?!?


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við ekki að byrja á réttum enda??

Ég verð að seigja það fyrir mitt leyti að auðvitað á að afnema banka leynd! EN á ekki líka að vera meira flæði upplýsinga frá okkar blessuðu þingmönnum og stjórnmálamönnum? Ég man ekki betur en að þingmenn stjórnar flokkana séu búnir að vera verjast frétta sinnt og heilagt upp á síðkastið og í endalausum útúrsnúningum!

Í rauninni sama hvaða flokk maður tilheyrir eða kís þá má alltaf líta á það sem að ríkisstjórn sé sameiginlegur flokkur þjóðarinnar. Já nú hugsa ýmsir hvaða bull er þetta, en ef við hugsum ríkisstjórnina sem okkar sameiginlega flokk og við neyðumst til að vera í honum, þá er það einu sinni þannig að ef við erum innan einhvers flokks viljum við fá að vita hvað stjórnendur flokksins ætla sér fyrir og hvað þeir eru að gera! 

Að mínu mati er engum almeininnilega hægt að treysta í núverandi ríkisstjórn að því leiti að, stjórnarmenn "flokksins okkar" verjast frétta og koma engum skíringum til "flokksmanna" og loforð um "kraftmikla og drífandi" ríkisstjórn sem léti verkin tala eru fallin um sjálft sig!

Þegar "kóngurinn" (Dabbi) er farin að haga sér eins og alvöru bankastjórnarmaður og jafnvel ríkisstjórnarmaður, sem heldur leyndum málum sem er nauðsynlegt að þjóðin fái að vita, hvað þá? Eru þá ekki allar brýr brotnar? Spillingin er þvílíka að það er ekki nokkrum manni bjóðandi!

Ég veit að það verður ekki auðvelt að fá fólk í þessar stöður til að hreinsa upp skítinn sem á undan er gengin. En verðum við ekki að fara að finna fólk sem hefur dug og kraft í að rífa þjóðfélagið upp úr þessu svaði og spillingu! Það þarf að fá fólk úr öllum áttum með ólíkar skoðanir, gamla reynslubolta og ung og fersk andlit sem geta sameinað krafta sína í einni góðri þjóðstjórn! Þetta er eina góða lausnin sem ég sé í stöðunni  bæði fyrir þjóðina og flokkana áður en verður gengið að hvoru tveggja dauðu! Svo mikil er sundrungin innan flokka sem og ríkisstjórnar!


mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta ekki bara Davíð sjálfur?

Þetta verður önuglega ekki saknæmt athæfi, því þetta er búið að vera draumur Davíðs lengi. Þar að seigja ef þetta hefur ekki bara verið Davíð sjálfur og Geir hefur verið að afgreiða hann!
mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband