Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.10.2008 | 13:13
Meistaramót Íslands í rúningi
17.10.2008 | 15:27
Ekki falla í sömu gryfju
Þetta er alveg hrikalegt hvernig samband milli landana er orðið, hvernig okkur tekst að rífa okkur upp úr þessu veit ég ekki og eflaust engin. Margir Íslenskir námsmenn líða fyrir sambandið á erlendri grundu, en við verðum samt sem áður að passa okkur á því að fara alls ekki að haga okkur eins. Íslendingar hafa ekki verið þjóða bestir í þessu þjóðernishatri, en verða svo stór hneykslaðir á því þegar aðrar þjóðir gera slíkt hið sama við okkur. Við meigum ekki láta það bitna á saklausum einstaklingum hvernig ríkisstjórnir og ráðamenn þeirra haga sér. Við Íslendingar getum greinilega lítið gert í því hvernig okkar ráða menn haga sér, svo við getum ekki ætlast til að einstaklingar í miljóna samfélögum geti gert eitthvað við því í sínu landi.
Allir þeir útlendingar sem eru með mér í skóla eru frábærir einstaklingar og það er ekki hægt að kenna þeim um afstöðu ríkisstjórna þeirra í garð íslendinga.
Úthýst vegna þjóðernis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 08:49
Frábært frumkvæði
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 01:07
Þó ég geti borðað mikið alveg rólegur
Sjö kílóa hamborgari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 01:01
Miðvikudagur á Hólum
Jæja þá er þessi dagur að kvöldi komin, þetta var svona ósköp venjulegur dagur núna. Ég byrjaði á því að fara í reiðtíma kl 9 og svo var lærdóms eyða fram að hádeigi, sem fór að sjálfsögðu öll í lærdóm. Svo var komið að bóklegu tímunum sem eru eftir hádeigi, þá var það kynbótafræði og fóðurfræði. Svo fór maður heim um fimm leitið og lagðist upp í sófa yfir leiknum. Já og til hamingju Íslendingar fótboltaliðið okkar getur þá þrátt fyrir allt unnið leiki. Nei svo ég sleppi nú öllum leiðindum þá var þetta flott hjá þeim með smá guðs lukku. Svo var að sjálfsögðu ekkert að gera annað en að smala liðinu hérna saman í fótbolta eins og flest önnur kvöld, hér er hlaupin af sér bjórinn í fótbolta á virkum dögum til að geta innbyrgt meira um helgar. Þetta er ágætis forvarnar gildi því allir eru svo búnir eftir bolta að það hefur eingin orku í að lofta baukum! En jæja rétt að koma sér í bólið og vera mættur kl 07:30 upp í hesthús.
Góða nótt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 17:58
Hvenar kemur lækkunin fram?
Nú hefur olíu verðið lækkað um 49% frá því 11. júlí í sumar, en hvað er það búið að lækka mikið hérna á Íslandi frá því í júlí? Alla veganna svona gróf lega reiknað hjá mér er það búið að lækka um aðeins 15%. Olíufélögin hækka alltaf strax og verðið á tunnu hækkar, en segjast ekki geta lækkað strax því þeir séu að selja dýru olíuna sem þeir keyptu fyrir mánuði.
Ég veit það hefur oft verið skrifað um þetta og rætt en alltaf fer þetta jafn mikið í taugarnar á mér!
Olían niður fyrir 75 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 14:15
Leiguverð á Hólum
Hérna á Hólum finnst okkur flestum mjög hart að það sé rukkað 33þús fyrir að hafa hest hérna. Í sjálfu sér er það ekki mikið ef maður myndi hafa hestinn hérna og þurfa ekkert að gera nema ríða út af og til. En við þurfum að sjá um að setja þá út, moka undan þeim, gefa kvölds og morgna og verðum alfarið að sjá um þá. Við greiðum fyrir að vera hér í skólanum og auðvitað er það inn í verðinu að við fáum einingar fyrir fóðrunar áfanga, en mér finnst þetta samt allt of mikið, þar sem við erum skilduð til að hafa hest hér eftir áramót en enga þjónustu með honum nema í einstaka tilvikum. Ég get ekki skilið af hverju er verið að plokka af okkur hvern eyri. Þetta á eftir að sliga marga og fólk jafnvel farið að íhuga að hætta við að koma vegna fjárhagsvandræða.
Ég held að það ætti að reyna að hafa þetta sanngjarnara og reyna að halda fólki hér. Því það getur ekki verið fjárhagslega betra fyrir skólann eða nokkurn sem kemur að þessu að nemendum fækki.
14.10.2008 | 18:19
Danirnir klippa á eyðslu íslendinga
Jæja svo seigir sagan að Danir sé farnir að klippa á kort íslendinga í verslunum. Má ekki bara meta þetta mikils að Danir séu farnir að hjálpa okkur við eyðslu æði íslendinga? Ekki eru íslendingar búnir að hafa vit á því sjálfir.
Ekki veit ég hvort þetta á við rök að styðjast að Danir hafi gerst svona hjálp samir, þó Bylgjan hafi fengið þetta inn á borð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 11:45
Smá fréttir af Hólum
Jæja mér datt í hug rétt í þessu að reyna að hafa svona smá frétta innskot frá Hólum.
Haustönnin byrjar mjög vel að mér finnst, hresst og fjörugt félagslíf eða hópefli eins og það er kallað hérna. Þetta er frábær hópur sem er búin að ná að kynnast að ég held flest vel.
Námið byrjaði af fullum krafti og er mjög krefjandi og skemmtilegt. Tvær síðustu vikur eru búnar að vera mjög strembnar í prófum og verkefnaskilum. Sem ég held að flestum hafi gengið þokkalega í þrátt fyrir lítin svefn hjá sumum.
EN allavega langar mig að reyna koma með svona smá innskot öðru og hverju, því mér fanst sjálfum alltaf gaman að sjá hvað er að gerast hérna áður en ég kom.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2008 | 10:21
Allt er hey í harðindum
Um bloggið
Guðmundur Margeir Skúlason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar