18.10.2008 | 15:13
Lögreglan hefur greinilega ekkert að gera!
Frétt í Fréttablaðinu.
Lögreglan á Hvolsvelli lagði á miðvikudagskvöld hald á sextán lambaskrokka, 300 kíló á leið til Reykjavíkur til sölu. Heimilt er að slátra dýrum á bóndabýlum en eingöngu til eigin neyslu. Dreifing á heimaslátruðu kjöti hefur hins vegar aukist að mati lögreglunnar á Hvolsvelli. Fjöldi tilkynninga um slíkt hafi aukist og lögreglan farin að fylgjast betur með þeim. Bóndinn sem á í hlut á yfir höfði sér sektir og allt að tveggja ára fangelsi, verði hann fundinn sekur og brot hans talið alvarlegt.
Ég get ekki skilið að lögreglan hafi ekki neitt betra við tíma sinn að gera en að argast í bændum sem margir taka eflaust fagnandi á móti. Ég held að það séu margir aðrir glæpir sem að lögreglan sinnir seint og ill. Þetta er fáránlegt að vesalings bóndinn á að fá allt að tveggja ára dóm fyrir þetta, en maður sem áreitir barn, lemur mann til óbóta, eða drepur mann er að fá svipað langan dóm í sumum tilfellum.
Ég held að lögreglan eigi að snúa sér að því að hugsa um eitthvað annað sem er meira aðkallandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Margeir Skúlason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt er rétt en rétt þarf ekki endilega að vera það sem á að vera rétt.
Ef menn vilja fá að slátra meiru og selja þá verður það auðvitað að fara réttar leiðir.
En 300 kíló!!! þetta er ekkert magn. Gæti alveg talist einkaneysla, allavega á mínu heimili!
Gunnsi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.