Sigmar vs Geri og Egill vs Jón

Það er ekkert að því að frétta menn reyni að kreista út úr stjórnmálamönnum svör sem þjóðin vill heyra! Sigmar stóð sig mjög vel í Kastljós þættinum í gær, en ekki er hægt að segja það sama um forsætisráðherrann okkar, sem mér þykir vera frekar nískur á skýringar sínar.

Ekki er hægt að líkja þessum þáttum saman, því Egill stóð sig enganveginn í sínum þætti þar sem Jón tók Egil á taugum.

Fréttamenn eru ætlaðir til að kryfja málefni líðandi stundar og færa almenningi fregnir af þeim, en ekki til að spyrja spurninga eftir pöntunum viðmælenda.


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan hvenær varð eðal framsóknarmaðurinn Tryggvi, " útsendari" Davíðs ?? !

 Geir Haarde hefur á liðnum gerningavikum verið Íslandi sem Churchill var Bretum sumarið og haustið 1940.

 "Þegar bíður þjóðarsómi, þá á Ísland eina sál."

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:53

2 identicon

Tryggvi var, skv. því ég best man, bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri, og starfaði talsvert innan flokksins. Bróðir hans Ingvar var menntamálaráðherra flokksins og svo framvegis. Að mentorinn að norðan sé útsendari Davíðs er rosalegt bull.

sbs

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Guðmundur Margeir Skúlason

Það á ekki að skipta máli í hvaða flokki menn eru, ef þeir vilja þagga niður spurningar þjóðarinnar þá eru þeir ekki lýðræðislegir að mínu mati. það er það sem mér hefur fundist vera að gerast eins og ég skrifaði á vissan hátt um í síðasta bloggi.

Guðmundur Margeir Skúlason, 23.10.2008 kl. 12:31

4 identicon

Mér finnst samt svo algjörlega misheppnað af þér að blanda Davíð í þetta mál.

Margrét (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:44

5 identicon

Sælir,  

Guðmundur Margeir, þú kannski útskýrir þá fyrir okkur hvernig í ósköpunum stendur þá á því að fyrirsögnin er "Útsendari Davíðs kvartar!"? Hitt er svo annað mál að Davíð virðist sogast inn í svo til alla umræðu sem hefur verið upp á síðkastið. Það er svo sem dálítið broslegt út af fyrir sig. Góðar kveðjur annars, Rýnir.

Rýnir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:45

6 Smámynd: Guðmundur Margeir Skúlason

Ég vona þá að þessi fyrirsögn passi betur við. En skilaboðin áttu að tengjast með því að, mér hefur þótt Davíðs lykt af málflutningi margra og eins og hann láti aðra tjá sig í sína þágu.

Guðmundur Margeir Skúlason, 23.10.2008 kl. 14:05

7 identicon

Helduru í alvöru að Davíð þurfi að fá einhverja til að tjá sig í sína þágu? Mér hefur nú fundist hann standa sig bara ágætlega í að segja sínar skoðanir sjálfur.

Margrét (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:15

8 identicon

Sæl öll aftur, ég vill ekki vera leiðinlegur en mér finnst þetta dálitið dæmigert fyrir umræðuna í dag að mörgu leyti. Það er meira en góðu hófi gegni að, menn virðast sjá manninn svo til í nánast öllum hornum og ef hann er ekki þar, þá einhver sem hann hefur örugglega látið vinna verkin fyrir sig? Er búinn að setja inn nokkrar færslur þessu tengdu á: http://rynir.blog.is/blog/rynir/ .Vonandi getur einhver verið svo vinsamleg/ur og leitt mig betur í allan sannleika um eitthvað af þessum málum í athugasemdakerfinu. Góðar kveðjur Rýnir.
 

Rýnir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband