Strengjabrúður Davíðs!

Hvernig getur hann fríað ríkisstjórn sína þeirri ábirgð að hún hafi ekki verið valdur að svo skyndilegu hruni landsins? Þessi ríkisstjórn hefur í bókstaflegri merkingu beðið eftir ósköpunum sem dynja nú yfir landið. Hún greip á engan hátt inn í þegar vísbendingar um hrun byrjuðu að koma, heldur sátu þeir aðgerðalausir og muldruðu eitthvað sín á milli sem þjóðin fékk, og fær aldrei að heyra. Eina sem þjóðin fær að heyra frá ríkisstjórninni er að þetta sé allt í öruggum höndum og að það sé verið að vinna að málunum.

En hversu öruggar hendur eru það sem þora ekki að uppljóstra um vinnu sína? Ég treysti aldrei þeim mönnum sem lífelt tala saman bak við luktar dyr og þora ekki að láta heyra frá ráðabruggi sínu. Hverju á maður að trúa frá slíkum mönnum sem segjast vera vinna að verkefnum en ekkert gerist? Það er alla veganna mjög erfitt að sannfæra mig nema ég fái alla veganna að heyra aðferðir og grunn atriði þess sem unnið er að!

Einnig er það mjög vafasamt að hafa mann sem seðlabanka stjóra sem myndi úti loka Geir úr sjálfstæðisflokknum ef hann hróflaði við starfi hans í seðlabankanum án leyfis síns! Davíð hefur meiri völd innan sjálfstæðismanna en nokkrum manni grunar. Eflaust vita margir að hann haf völd, en ég tel hann hafa alræðisvald innan flokksins. Geir þorir ekkert að gera án samþiggi Davíðs. Ef öll mál sem þeir vinna að innan ríkisstjórnarinnar koma upp á borðið, komast menn að hverskonar strengjabrúðu flokkur sjálfsæðisflokkurinn er. Þess vegna tel ég að ríkisstjórninni sé hreinlega bannað að upplýsa almenning um aðgerðir sínar í meginatriðum.

Svo hangir samfylkingin í eftirdragi til að tapa ekki sinni stöðu í ríkisstjórn.

Við viljum fá mikið skírari svör frá ríkisstjórninni þegar okkar ágætu fjölmiðlamenn reyna að fá svör fyrir þjóðina! Við viljum ekki bara heyra að málin séu í réttum farveigi og tíðinda sé að vænta von bráðar! Við viljum vita hvað felst í öllum þessum samningum sem mennirnir sem þjóðin kaus og treysti fyrir eru að gera!

 


mbl.is Ekki rétt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Samfylkingin á að slíta þessu samstrfi þegar versta storminn hefur lægt ef sjálfstæðismenn vilja enn ekki taka til í Seðlabankanum.

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 11888

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband