Mikilvægi landbúnaðar!

Eins og aðstæður eru í dag neyðast eflaust margir bændur til að selja jarðir sínar og hætta búskap. Vegna hækkandi fóðurverðs, áburðaverðs og fleiri nauðsynja fyrir landbúnað þingir það mjög hjá mörgum reksturinn.

Þróunin hefur verið mjög óhagstæð fyrir landbúnað í landinu. Fjársterkir aðilar hafa keypt jarðir um land allt, með þeim afleiðingum að jarðaverð hefur hækkað mjög. Í mörgum tilfellum keyptu menn þetta ekki til að starfa við landbúnað, heldur bara til skatta hagræðingu eða fyrir sín áhugamál. Það er vonlaust fyrir flest venjulega efnað fólk sem langar að stunda landbúnað að bjóða í jarðir á móti þessum aðilum.

Ég held að ef það væru set skilyrði um að þær jarðir sem hafa húsakost og möguleika á áframhaldandi landbúnaðarstarfsemi, skulu eingöngu selja fólki sem ætlar sér að hafa lögheimili á staðnum og stunda búskap, myndi halda jarðaverði á viðráðanlegu verði og létta undir endurnýjun í stéttinni. Ég hef svo sem ekkert á móti því að fjársterkir aðilar komi inn í landbúnaðinn, en þá myndi ég alla veganna vilja hafa það þannig að þeir þyrftu að reka og halda úti einhverskonar landbúnaði á jörðunum.

Það væri eflaust hægt að útfæra þetta á marga vegu.  Það er sorglegt að sjá búsældarlegar jarðir sem fara í hendur manna sem ekki ætla sér í landbúnað grotna niður. Þetta er búið að vera staðreyndin á mjög mörgum jörðum á Snæfellsnesi á síðustu árum til dæmis, og eflaust í fleiri landshlutum.

Ég held að allt of margir geri sér ekki grein fyrir mikilvægi íslensks landbúnaðar. Það hefur gríðarleg áhrif á mjög margar aðrar stéttir að reka hér öfluga landbúnaðarstarfsemi. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hversu margvísleg starfsemi er í kringum landbúnað, sem teigi sig inn í margvíslega aðra starfsemi.

En umfram allt tel ég að við verðum að finna leiðir til að sporna við því að landbúnaður leggist af og reyna að finna leiðir honum til styrkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Magnúsdóttir

Það er skemmtilegt að sjá hvað þér tekst vel upp í blogginu þínu, bara vel máli farinn drengur, enda af góðum ættum. En hvernig er það þarna á Hólum, áttu ekki að vera hlaðinn verkefnum?

Þóra Magnúsdóttir, 22.10.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Einn á leið í framboð? Líst vel á þig.

Gunnar Þór Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Margeir Skúlason

Höfundur

Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur Margeir Skúlason
Guðmundur heiti ég og er nemi á Hólum í Hjaltadal. 'Eg er á fyrsta ári á hestafræði og leiðbeinanda deild. 'Eg bý hér á Hólum en heimili mitt er í kolbeinsstaðahreppnum á bæ sem heitir Hallkelsstaðahlíð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 11959

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband