22.10.2008 | 01:08
Mikilvægi landbúnaðar!
Eins og aðstæður eru í dag neyðast eflaust margir bændur til að selja jarðir sínar og hætta búskap. Vegna hækkandi fóðurverðs, áburðaverðs og fleiri nauðsynja fyrir landbúnað þingir það mjög hjá mörgum reksturinn.
Þróunin hefur verið mjög óhagstæð fyrir landbúnað í landinu. Fjársterkir aðilar hafa keypt jarðir um land allt, með þeim afleiðingum að jarðaverð hefur hækkað mjög. Í mörgum tilfellum keyptu menn þetta ekki til að starfa við landbúnað, heldur bara til skatta hagræðingu eða fyrir sín áhugamál. Það er vonlaust fyrir flest venjulega efnað fólk sem langar að stunda landbúnað að bjóða í jarðir á móti þessum aðilum.
Ég held að ef það væru set skilyrði um að þær jarðir sem hafa húsakost og möguleika á áframhaldandi landbúnaðarstarfsemi, skulu eingöngu selja fólki sem ætlar sér að hafa lögheimili á staðnum og stunda búskap, myndi halda jarðaverði á viðráðanlegu verði og létta undir endurnýjun í stéttinni. Ég hef svo sem ekkert á móti því að fjársterkir aðilar komi inn í landbúnaðinn, en þá myndi ég alla veganna vilja hafa það þannig að þeir þyrftu að reka og halda úti einhverskonar landbúnaði á jörðunum.
Það væri eflaust hægt að útfæra þetta á marga vegu. Það er sorglegt að sjá búsældarlegar jarðir sem fara í hendur manna sem ekki ætla sér í landbúnað grotna niður. Þetta er búið að vera staðreyndin á mjög mörgum jörðum á Snæfellsnesi á síðustu árum til dæmis, og eflaust í fleiri landshlutum.
Ég held að allt of margir geri sér ekki grein fyrir mikilvægi íslensks landbúnaðar. Það hefur gríðarleg áhrif á mjög margar aðrar stéttir að reka hér öfluga landbúnaðarstarfsemi. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hversu margvísleg starfsemi er í kringum landbúnað, sem teigi sig inn í margvíslega aðra starfsemi.
En umfram allt tel ég að við verðum að finna leiðir til að sporna við því að landbúnaður leggist af og reyna að finna leiðir honum til styrkingar.
21.10.2008 | 11:38
Það á aldrei eftir að koma niðurstaða
Ríkisstjórnarfundi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2008 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 10:40
Það mættu sumir vera jafn samviskusamir
Þetta er náttúrulega algjört snilldar ráð fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna á morgnana. Það væri kannski kjörið fyrir suma hérna á Hólum að planta bara bílnum fyrir hesthúsdyrnar á kvöldin og leggja sig svo þeir fái einhvern svefn á nóttinni.
Skilja þetta þeir sem eru hér á Hólum, og taka það til sín sem eiga það!;)
Sjúkleg stundvísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 00:27
Ég get ekki skilið!
Ég get bara ekki skilið það að stela peningum og að drepa mann sé sambærilegt! En ég skil samt alveg að hvorugt á að viðgangast. Ég hélt að það væri bara hérna á Íslandi sem menn væru dæmdir í álíka langa fangelsisvist fyrir að stela peningum og drepa mann. En þegar að Landsbankinn er farin að flokkast með hryðjuverkasamtökum þá er ég alveg hættur að botna í neinu.
Erum við ekki farin að forgangsraða eitthvað vitlaust þegar peningar eru teknir fram yfir mannslíf? Ekki það að ég veit að peningaskortu getur, og leiðir eflaust marga til dauða í veröldinni, en að hafa peningasvik og þjófnað í sama flokki, og mansdráp og þess háttar get ég engan veigin skilið.
Kannski er ég bara mjög fáfróður um nauðsyn þess að hafa peninga í heiminum frekar heldur en að fólk haldi lífi.
Ef einhver getur komið mér í skilning um það hvernig er hægt að flokka þetta undir sama flokk þá er honum velkomið að skrá sína skíringu hér sem athugasemd og leiðrétta mig eins og ykkur listir!
Landsbanki í slæmum félagsskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 00:02
Langa fríhelgin liðin
Þá er maður lentu í vetrarríkinu hérna fyrir norðan. það er alveg slatta mikill snjór hérna inn á Hóla svæðinu og mikil hálka á leiðinni. Held að allir hafi komist heila að höldnu samt hingað heim.
Sjálfur fór ég í sveitina um helgina að hjálpa gamla settinu í fjárragi í kulda og trekki. Það verður að segjast að það fór talsvert hratt yfir lognið í Hnappadalnum þessa helgina. En allt hafðist þetta þó ég hafi stungið af fyrr en ég ætlaði vegna veðurs.
Annars var þetta bara mjög fín helgi og alltaf gott að komast aðeins heim.
20.10.2008 | 22:43
Verðum að vona að þetta hendi ekki Geir og Ingibjörgu
Við skulum vona að Geir og Ingibjörg falli ekki á þessu við sínar beiðnir!
McCain biðlar til Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 20:32
Þjóðstjórn strax!
Nú held ég að það sé komin tími á að slíta stjórnarsamstarfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir vinna hver á móti öðrum að ég held og hvorugur flokkurinn vill láta undan. Þeir segja við okkur að það sé lausn í sjónmáli í hverri viku, en ekkert gerist. Nú hlýtur þjóðin að fara vilja sjá einhverja stefnu, sem er byggð á einhverjum stoðum í raunveruleikanum. Þessi stjórn (stjórn leysa) er ekki á nokkur hátt hæf til að standa að slíkum aðgerðum sem efnahagsmálin eru. Ég er sammála Ögmundi á sinn hátt í þessu máli, ríkisstjórnin talar ekki við kóng né prest og valla sín á milli.
Nú er að koma sér niður á þjóðstjórn sem talar saman og getur tekið ákvarðanir með sem flestra hagsmuni að leiðarljósi. Þetta leysist ekki hjá ríkisstjórn sem gat ekki einu sinni séð í hvað stefndi, þrátt fyrir margar ábendingar. Það gat hver sem vildi séð að efnahagsmálin áttu bara eftir að fara niður á við, nema þeir sem voru svo uppteknir við að telja gróðann frá árinu 1997 og héldu að þeir væru ósigrandi.
Nú verðum við að krefjast þess að það fari eitthvað að gerast til bóta. Ætli það væri ekki sniðugt að biðja þessa drengi sem sömdu sig upp í launum og gerðu sig ríka á einni nóttu með hlutabréfum að semja um lán fyrir okkur, þar að segja ef þeir fara ekki huldu höfði með skottið á milli lappana og liggja í felum. Það voru nú einmitt þeir sem að komu þessu af stað en eingin vill bera ábyrgð.
En svona ef ég á að seigja fyrir mitt leiti myndi ég vilja sjá Þjóðstjórn og það strax.
Rangt að skuldbinda ófædd börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 00:27
Ríkið ætti að selja öll sín málverk!
Málverk seldist á milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2008 | 20:48
Þessi ræðst ekki á garðin þar sem hann er lægstur!
Ef ég væri svona hugrakkur að fara í mál við guð almáttugan þá tel ég mig vera orðin færan í flestan sjó! Ég alla vega myndi ekki vilja vinna mál gegn honum, því þá efast ég um að maður fengi inngöngu hjá Lykla Pétri.
þessi frétt er algjör snilld!
Máli gegn guði almáttugum var vísað frá
Dómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli, sem höfðað var gegn guði almáttugum, og með þeim rökum, að þar sem hann væri ekki með neitt skráð heimilisfang, væri ekki unnt að ganga frá nauðsynlegum pappírum.
Málið höfðaði Ernie Chambers, öldungadeildarþingmaður á þinginu í Nebraska, en hann krafðist þess að kveðinn yrði upp lögbannsúrskurður yfir guði vegna þeirra hörmunga, sem hann hefði valdið.
Chambers hélt því fram að guð hefði ógnað honum og íbúum Nebraska og leitt ólýsanlega skelfingu yfir alla heimsbyggðina. Hefur Chambers verið þingmaður í Nebraska í 38 ár en með málshöfðuninni segist hann vilja sýna fram á að hægt sé lögsækja hvern sem er, líka guð.
Máli gegn guði almáttugum var vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 15:27
Við fáum þetta alltaf í bakið
Fordómar bitna á útlendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Margeir Skúlason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar